Innlent

Ríksráðsfundur á Bessastöðum

MYND/GVA

Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan 10.30 en hefð er fyrir því að forseti og ráðherrar hittist á þessum formlega fundi að morgni gamlársdags. Á fundinum eru bornar undir forseta til staðfestingar, eða öllu heldur endurstaðfestingar, ákvarðanir sem teknar hafa verið af ráðherrum eða Alþingi.

Formlega koma þessar ákvarðanir ekki til framkvæmda fyrr en með staðfestingu forseta. Hefð er fyrir því að skálað sé í kampavíni að loknum þessum ríkisráðsfundi um áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×