Er Alþingi óþarfi? Eygló Harðardóttir skrifar 12. janúar 2007 05:00 Að undanförnu hefur stjórnarandstaðan bókstaflega verið að springa úr spenningi yfir kosningunum í vor og hugsanlegri félagshyggjustjórn stjórnandstöðuflokkanna að þeim loknum. Þannig bar æsingurinn yfir „væntanlegum“ stjórnarskiptum formenn Vinstrihreyfingarinnar og Samfylkingarinnar ofurliði í Kryddsíldinni á gamlársdag. Í upphafi stefndi í frekar tíðindalitla Kryddsíld, en skyndilega upphófst orðaskak milli Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms J. um hver ætti að verða forsætisráðherra í væntanlegri félagshyggjustjórn. Eftir þáttinn sat ég eilítið hugsi. Var það virkilega svo að fyrsta mál stjórnarandstöðunnar var að ákveða hver yrði forsætisráðherra? Ekki hver stefnan yrði í Evrópu-, umhverfis-, efnahags- eða innflytjendamálum? Nei, ráðherrastólarnir voru mikilvægastir. Þessi umræða sýnir í hnotskurn þann vanda sem íslensk stjórnskipun er komin í. Þrískipting valdsins? Einn af grundvöllum vestræns lýðræðis er þrískipting valdsins í framkvæmda-, dóms- og löggjafarvald. Á Íslandi hefur dómsvaldið áþreifanlega sýnt sjálfstæði sitt með dómum sem hafa ekki fallið sérstaklega í kramið hjá hinum kjörnu fulltrúum. En er hægt að greina á milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins hér á landi? Síðastliðinn vetur tók ég um tíma sæti á Alþingi sem varaþingmaður og starfaði mikið í nefndum þingsins. Það sem kom mér mest á óvart var hversu lítið löggjafarstarf fór í raun fram í nefndunum. Lagafrumvörp voru lögð fram af ráðuneytunum og fylgdu starfsmenn viðkomandi ráðuneyta þeim úr hlaði og virtust oft hafa lítinn áhuga á að heyra skoðanir hinna kjörnu fulltrúa. Þeir sem enginn kaus Jarðtenging starfsmanna ráðuneytanna við hinn almenna borgara virtist einnig stundum vera lítil. Má nefna sem dæmi að í einu tilfelli tók ég eftir ákvæði í lagafrumvarpi þess efnis að öll fyrirtæki í landinu ættu að birta ákveðinn texta á vefsíðu sinni. Öll fyrirtæki spurði ég og benti síðan á að Óli pípari og Nonni bóndi sæu sér engan hag í að halda úti vefsíðum í sínum rekstri, en ef frumvarpið færi óbreytt í gegn væri þeim skylt að leggja út í þann kostnað. Þannig virðist vald Alþingis að miklu leyti hafa færst yfir til ráðherranna og í framhaldi af því til starfsmanna ráðuneytanna, sem enginn kaus. Í flestum lýðræðisríkjum er lögð mikil áhersla á þrískiptingu valdsins. Þannig eru ráðherrar í Bandaríkjunum ekki þingmenn og í Svíþjóð er það svo að ef þingmenn eru útnefndir ráðherrar þurfa þeir að víkja sæti á þingi á meðan þeir gegna ráðherradómi. Enda er það svo að í þessum ríkjum er staða þingforseta raunveruleg valdastaða, ólíkt því sem gerist hér á landi. Aðskiljum löggjafar- og framkvæmdavaldið Meðal íslenskra stjórnmálamanna virðist lítill áhugi á að ræða nauðsyn raunverulegs aðskilnaðar löggjafar- og framkvæmdavalds. Stjórnarandstaðan er föst í umræðunni um ráðherrastólana og því miður má það sama segja um ríkisstjórnarflokkana. Einna helst hefur Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, reynt að vekja upp umræðu um þessi mál við litlar undirtektir. Það er nauðsynlegt lýðræðinu á Íslandi að tekin verði skref sem tryggi skýra aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdavalds. Setning laga á að vera í höndum kjörinna fulltrúa, en ekki nafnlausra embættismanna á kontórum uppi í ráðuneyti. Ráðherrar eiga að framkvæma vilja Alþingis. Ekki öfugt. Höfundur gefur kost á sér í 2. sætið á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi Það er nauðsynlegt lýðræðinu á Íslandi að tekin verði skref sem tryggi skýra aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdavalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur stjórnarandstaðan bókstaflega verið að springa úr spenningi yfir kosningunum í vor og hugsanlegri félagshyggjustjórn stjórnandstöðuflokkanna að þeim loknum. Þannig bar æsingurinn yfir „væntanlegum“ stjórnarskiptum formenn Vinstrihreyfingarinnar og Samfylkingarinnar ofurliði í Kryddsíldinni á gamlársdag. Í upphafi stefndi í frekar tíðindalitla Kryddsíld, en skyndilega upphófst orðaskak milli Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms J. um hver ætti að verða forsætisráðherra í væntanlegri félagshyggjustjórn. Eftir þáttinn sat ég eilítið hugsi. Var það virkilega svo að fyrsta mál stjórnarandstöðunnar var að ákveða hver yrði forsætisráðherra? Ekki hver stefnan yrði í Evrópu-, umhverfis-, efnahags- eða innflytjendamálum? Nei, ráðherrastólarnir voru mikilvægastir. Þessi umræða sýnir í hnotskurn þann vanda sem íslensk stjórnskipun er komin í. Þrískipting valdsins? Einn af grundvöllum vestræns lýðræðis er þrískipting valdsins í framkvæmda-, dóms- og löggjafarvald. Á Íslandi hefur dómsvaldið áþreifanlega sýnt sjálfstæði sitt með dómum sem hafa ekki fallið sérstaklega í kramið hjá hinum kjörnu fulltrúum. En er hægt að greina á milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins hér á landi? Síðastliðinn vetur tók ég um tíma sæti á Alþingi sem varaþingmaður og starfaði mikið í nefndum þingsins. Það sem kom mér mest á óvart var hversu lítið löggjafarstarf fór í raun fram í nefndunum. Lagafrumvörp voru lögð fram af ráðuneytunum og fylgdu starfsmenn viðkomandi ráðuneyta þeim úr hlaði og virtust oft hafa lítinn áhuga á að heyra skoðanir hinna kjörnu fulltrúa. Þeir sem enginn kaus Jarðtenging starfsmanna ráðuneytanna við hinn almenna borgara virtist einnig stundum vera lítil. Má nefna sem dæmi að í einu tilfelli tók ég eftir ákvæði í lagafrumvarpi þess efnis að öll fyrirtæki í landinu ættu að birta ákveðinn texta á vefsíðu sinni. Öll fyrirtæki spurði ég og benti síðan á að Óli pípari og Nonni bóndi sæu sér engan hag í að halda úti vefsíðum í sínum rekstri, en ef frumvarpið færi óbreytt í gegn væri þeim skylt að leggja út í þann kostnað. Þannig virðist vald Alþingis að miklu leyti hafa færst yfir til ráðherranna og í framhaldi af því til starfsmanna ráðuneytanna, sem enginn kaus. Í flestum lýðræðisríkjum er lögð mikil áhersla á þrískiptingu valdsins. Þannig eru ráðherrar í Bandaríkjunum ekki þingmenn og í Svíþjóð er það svo að ef þingmenn eru útnefndir ráðherrar þurfa þeir að víkja sæti á þingi á meðan þeir gegna ráðherradómi. Enda er það svo að í þessum ríkjum er staða þingforseta raunveruleg valdastaða, ólíkt því sem gerist hér á landi. Aðskiljum löggjafar- og framkvæmdavaldið Meðal íslenskra stjórnmálamanna virðist lítill áhugi á að ræða nauðsyn raunverulegs aðskilnaðar löggjafar- og framkvæmdavalds. Stjórnarandstaðan er föst í umræðunni um ráðherrastólana og því miður má það sama segja um ríkisstjórnarflokkana. Einna helst hefur Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, reynt að vekja upp umræðu um þessi mál við litlar undirtektir. Það er nauðsynlegt lýðræðinu á Íslandi að tekin verði skref sem tryggi skýra aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdavalds. Setning laga á að vera í höndum kjörinna fulltrúa, en ekki nafnlausra embættismanna á kontórum uppi í ráðuneyti. Ráðherrar eiga að framkvæma vilja Alþingis. Ekki öfugt. Höfundur gefur kost á sér í 2. sætið á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi Það er nauðsynlegt lýðræðinu á Íslandi að tekin verði skref sem tryggi skýra aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdavalds.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun