Páll Axel Vilbergsson átti stórleik gegn Keflavík 6. mars 2007 00:01 Góðir Jonathan Griffin og félagar í Grindavík reyndust nágrönnum sínum í Keflavík erfiðir í gær. MYND/Víkurfréttir Grindavík vann í gær sanngjarnan sigur á grönnum sínum í Keflavík. Mikið var skorað í leiknum sem var hraður og skemmtilegur. Sautján stiga sigur Grindavíkur, 117-99, tryggði liðinu betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Grindavík á því enn möguleika á að stela 5. sætinu í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á fimmtudag. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir því sem á leið sigu heimamenn fram úr. Heimamenn áttu einfaldlega betri dag, gerðu færri mistök og nýttu sín tækifæri betur. Ekki skemmdi fyrir að Páll Axel Vilbergsson átti stórleik, skoraði 41 stig og hitti 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Páll Axel skoraði fyrstu ellefu stig Grindavíkur í öðrum leikhluta, 19 alls í öllum leikhlutanum, og lagði þar með grunninn að sigri heimamanna. „Þetta var furðulegur leikur," sagði Páll Axel. „Það var lítið um varnarleik og mikið skorað. En það var mjög gott að landa þessum sigri, þeir hafa ekki verið það margir í vetur." Hann vildi lítið gera úr eigin frammistöðu. „Það skiptir ekki máli hvað ég skoraði mörg stig. Ef ég næ að leggja mitt af mörkum er ég sáttur, sama hvaða það framlag er." En hann segist lítið hugsa um hvort Grindavík nái fimmta sætinu af Keflavík eða ekki. „Við erum fyrst og fremst að undirbúa okkur fyrir nýja keppni sem hefst eftir næsta leik. Og ég er mjög bjartsýnn fyrir þá keppni. Við erum alla vega ekki tilbúnir að leggjast niður og gefast upp. Þessi titill er í boði og við eigum jafn mikinn séns á honum og öll önnur lið í keppninni. Við stefnum á að taka þennan titil." Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Grindavík vann í gær sanngjarnan sigur á grönnum sínum í Keflavík. Mikið var skorað í leiknum sem var hraður og skemmtilegur. Sautján stiga sigur Grindavíkur, 117-99, tryggði liðinu betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Grindavík á því enn möguleika á að stela 5. sætinu í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á fimmtudag. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir því sem á leið sigu heimamenn fram úr. Heimamenn áttu einfaldlega betri dag, gerðu færri mistök og nýttu sín tækifæri betur. Ekki skemmdi fyrir að Páll Axel Vilbergsson átti stórleik, skoraði 41 stig og hitti 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Páll Axel skoraði fyrstu ellefu stig Grindavíkur í öðrum leikhluta, 19 alls í öllum leikhlutanum, og lagði þar með grunninn að sigri heimamanna. „Þetta var furðulegur leikur," sagði Páll Axel. „Það var lítið um varnarleik og mikið skorað. En það var mjög gott að landa þessum sigri, þeir hafa ekki verið það margir í vetur." Hann vildi lítið gera úr eigin frammistöðu. „Það skiptir ekki máli hvað ég skoraði mörg stig. Ef ég næ að leggja mitt af mörkum er ég sáttur, sama hvaða það framlag er." En hann segist lítið hugsa um hvort Grindavík nái fimmta sætinu af Keflavík eða ekki. „Við erum fyrst og fremst að undirbúa okkur fyrir nýja keppni sem hefst eftir næsta leik. Og ég er mjög bjartsýnn fyrir þá keppni. Við erum alla vega ekki tilbúnir að leggjast niður og gefast upp. Þessi titill er í boði og við eigum jafn mikinn séns á honum og öll önnur lið í keppninni. Við stefnum á að taka þennan titil."
Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira