Gott veganesti út í lífið 22. mars 2007 04:30 Spurningin hvort börn fermist vegna trúar eða annars er af mjög tilfinningalegum toga, að sögn séra Örnu Grétarsdóttur. MYND/Vilhelm „Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“ Fermingar Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“
Fermingar Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira