Björgunarsveitin ferjaði gestina og orgelið baulaði 22. mars 2007 04:00 Jóhanna átti erfitt með að verjast hlátri þegar orgelið byrjaði að baula. Fréttablaðið/Vilhelm Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir átti viðburðaríkan og eftirminnilegan fermingardag. Leikkonan Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikur um þessar mundir í barnasöngleiknum Abbababb eftir Doktor Gunna sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudögum. Þar má meðal annars heyra hið sívinsæla „Prumpulag". Einnig er hún að leikstýra frumsömdum söngleik við Menntaskólann á Laugarvatni þar sem hún gekk eitt sinn menntaveginn. Þrátt fyrir þétta dagskrá var hún svo elskuleg að deila með okkur fermingarmyndinni sinni og sögunni af fermingardeginum. „Ég fermdist í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, í apríl árið 1994 og var fermingardagurinn frekar skrautlegur. Messan átti að byrja um klukkan tvö en þá skall á snarvitlaust veður um morguninn. Messunni var því frestað og beðið eftir að veðrinu slotaði en ekkert gerðist og messunni var frestað fram eftir degi. Ég fór í hárgreiðslu klukkan sjö um morguninn þannig að greiðslan var frekar sjúskuð þegar stóra stundin rann upp." Það var ekki fyrr en um klukkan sex að náðst hafði að koma öllu fólkinu upp í kirkju og Jóhanna og fjölskylda fóru með björgunarsveitarbílnum til messu en björgunarsveitin hafði í nógu að snúast þar sem hún þurfti að ferja alla kirkjugestina upp eftir.Fjörtíu gestum var boðið en einungis tíu mættu vegna veðurs í fermingarveislu Jóhönnu Friðriku.„Þegar við vorum að fara inn í kirkjuna lagði bíllinn fyrir utan kirkjuna og svo mynduðu björgunarsveitarmennirnir varnarvegg sitthvoru megin frá bílnum inn í kirkjuna og skutluðu fólkinu inn. Þetta var svona eins og færiband inn í kirkju. Svo þegar við vorum loksins öll komin þá vantaði prestinn og organistinn var fastur einhvers staðar upp í fjalli þannig að björgunarsveitin þurfti að fara og sækja þá." Loks þegar allir voru komnir hófst messan en ekki voru hrakfarirnar á enda. Presturinn var sveittur af stressi og hafði hann áður brýnt fyrir fermingarbörnunum að hvað sem myndi gerast í messunni þá væri harðbannað að hlæja. Þar sem þetta er nú flissaldurinn var það ekki að ástæðulausu en hins vegar óraði prestinn áreiðanlega ekki fyrir því sem koma skyldi. Nú biðu allir spenntir eftir að messan hæfist. „Það var nýbúið að kaupa mjög flott pípuorgel í kirkjuna sem sóknin var mjög stolt af. Svo þegar Kristín organisti ætlaði að fara að spila þá komu einhver fáránleg hljóð úr orgelinu. Það heyrðist bara einhvers konar baul og óhljóð og allir litu undrandi hver á annan og veltu fyrir sér hvort það væri í lagi með organistann. Kórinn átti bágt með sig og gat lítið sungið þar sem margir kórmeðlimirnir voru að drepast úr hlátri." Sem betur fer amaði ekkert að organistanum en hins vegar var orgelið eitthvað vanstillt eða þá að kuldinn olli því að pípurnar voru skrítnar. Að minnsta kosti virkaði gripurinn ekki sem skyldi. Jóhönnu tókst þó að halda andlitinu með herkjum en hún og hin fermingarbörnin þorðu alls ekki að óhlýðnast prestinum og fara að hlæja. Á endanum hafðist þó loks að ferma unglingana og þá þurfti að ferja alla kirkjugesti heim aftur. „Það voru mjög fáir gestir í veislunni þar sem það komst enginn vegna veðurs en þó voru örfáar hetjur í fjölskyldunni sem áttu fjallajeppa og drösluðust í gegnum skaflana. Fjörutíu manns var boðið en einungis um tíu mættu. Svo gerðist það hins vegar um klukkan átta um kvöldið, eða stuttu eftir að við komum heim, að óveðrinu slotaði og það datt allt í dúnalogn aftur." Fermingar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir átti viðburðaríkan og eftirminnilegan fermingardag. Leikkonan Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikur um þessar mundir í barnasöngleiknum Abbababb eftir Doktor Gunna sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudögum. Þar má meðal annars heyra hið sívinsæla „Prumpulag". Einnig er hún að leikstýra frumsömdum söngleik við Menntaskólann á Laugarvatni þar sem hún gekk eitt sinn menntaveginn. Þrátt fyrir þétta dagskrá var hún svo elskuleg að deila með okkur fermingarmyndinni sinni og sögunni af fermingardeginum. „Ég fermdist í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, í apríl árið 1994 og var fermingardagurinn frekar skrautlegur. Messan átti að byrja um klukkan tvö en þá skall á snarvitlaust veður um morguninn. Messunni var því frestað og beðið eftir að veðrinu slotaði en ekkert gerðist og messunni var frestað fram eftir degi. Ég fór í hárgreiðslu klukkan sjö um morguninn þannig að greiðslan var frekar sjúskuð þegar stóra stundin rann upp." Það var ekki fyrr en um klukkan sex að náðst hafði að koma öllu fólkinu upp í kirkju og Jóhanna og fjölskylda fóru með björgunarsveitarbílnum til messu en björgunarsveitin hafði í nógu að snúast þar sem hún þurfti að ferja alla kirkjugestina upp eftir.Fjörtíu gestum var boðið en einungis tíu mættu vegna veðurs í fermingarveislu Jóhönnu Friðriku.„Þegar við vorum að fara inn í kirkjuna lagði bíllinn fyrir utan kirkjuna og svo mynduðu björgunarsveitarmennirnir varnarvegg sitthvoru megin frá bílnum inn í kirkjuna og skutluðu fólkinu inn. Þetta var svona eins og færiband inn í kirkju. Svo þegar við vorum loksins öll komin þá vantaði prestinn og organistinn var fastur einhvers staðar upp í fjalli þannig að björgunarsveitin þurfti að fara og sækja þá." Loks þegar allir voru komnir hófst messan en ekki voru hrakfarirnar á enda. Presturinn var sveittur af stressi og hafði hann áður brýnt fyrir fermingarbörnunum að hvað sem myndi gerast í messunni þá væri harðbannað að hlæja. Þar sem þetta er nú flissaldurinn var það ekki að ástæðulausu en hins vegar óraði prestinn áreiðanlega ekki fyrir því sem koma skyldi. Nú biðu allir spenntir eftir að messan hæfist. „Það var nýbúið að kaupa mjög flott pípuorgel í kirkjuna sem sóknin var mjög stolt af. Svo þegar Kristín organisti ætlaði að fara að spila þá komu einhver fáránleg hljóð úr orgelinu. Það heyrðist bara einhvers konar baul og óhljóð og allir litu undrandi hver á annan og veltu fyrir sér hvort það væri í lagi með organistann. Kórinn átti bágt með sig og gat lítið sungið þar sem margir kórmeðlimirnir voru að drepast úr hlátri." Sem betur fer amaði ekkert að organistanum en hins vegar var orgelið eitthvað vanstillt eða þá að kuldinn olli því að pípurnar voru skrítnar. Að minnsta kosti virkaði gripurinn ekki sem skyldi. Jóhönnu tókst þó að halda andlitinu með herkjum en hún og hin fermingarbörnin þorðu alls ekki að óhlýðnast prestinum og fara að hlæja. Á endanum hafðist þó loks að ferma unglingana og þá þurfti að ferja alla kirkjugesti heim aftur. „Það voru mjög fáir gestir í veislunni þar sem það komst enginn vegna veðurs en þó voru örfáar hetjur í fjölskyldunni sem áttu fjallajeppa og drösluðust í gegnum skaflana. Fjörutíu manns var boðið en einungis um tíu mættu. Svo gerðist það hins vegar um klukkan átta um kvöldið, eða stuttu eftir að við komum heim, að óveðrinu slotaði og það datt allt í dúnalogn aftur."
Fermingar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira