Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik 2. apríl 2007 00:01 Tyson Patterson KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira