Ellert skallar kirkjuna Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2007 06:00 Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun