Lífeyrissjóðsmál aldraðra 31. maí 2007 00:01 Velferðarmálin og þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatryggingarnar undir félagsmálaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýsingunni, að skoða eigi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðingar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Velferðarmálin og þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatryggingarnar undir félagsmálaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýsingunni, að skoða eigi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðingar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun