Laugarvatnshátíð 9. júní 5. júní 2007 10:26 Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjölbreyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöðum, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mannsöldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kynslóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélagsanda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjárhagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skólastjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasarvaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raunar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjölbreyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöðum, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mannsöldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kynslóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélagsanda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjárhagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skólastjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasarvaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raunar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun