Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2024 07:16 Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun