Glaði samgönguráðherrann Ögmundur Jónasson skrifar 13. júní 2007 02:30 Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar