Aðstaða hælisleitenda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 21. júní 2007 04:00 Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun