Eyrún Huld flytur norður 18. júlí 2007 10:15 Ætla að flytja til höfuðstaðar Norðurlands þar sem Eyrún hyggst kenna í Menntaskóla Akureyrar. „Ég er að flytjast norður og taka við kennarastöðu hjá MA,“ segir Eyrún Huld Haraldsdóttir. Nafn Eyrúnar Huldar var á allra vörum þegar þjóðin horfði á sigurgöngu Magna Ásgeirssonar í Rock Star: Supernova í fyrrasumar. Síðan tóku við timburmenn frægðarinnar og uppúr slitnaði hjá parinu eins og alþjóð veit. Eyrún hefur hins vegar látið lítið fyrir sér fara og einbeitt sér að uppeldi sonarins, Marínós Bjarna, sem nú er að verða tveggja ára. Þau hafa búið á Bauganesi í Skerjarfirðinum þar sem Magni er reyndar enn skráður til húsa. „Við höfum ekki haft tíma til að breyta þessu,“ segir Eyrún en hún nýtur sumarsins á Héraði þar sem sólin skín í heiði eins og annars staðar á landinu. Fréttablaðið hafði haft af því spurnir að hún og Magni væru jafnvel að taka saman aftur en Eyrún vildi lítið tjá sig um það. „Við erum mjög góðir vinir enda ekki annað hægt. Við eigum barn saman,“ segir Eyrún. Eyrún hefur notið lífsins það sem af er sumri ef marka má bloggsíðu hennar. Fór meðal annars til Kaupmannahafnar og hlýddi þar á sjálft rokkgoðið Eddie Vedder sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Hef horft á ófáa tónleikana með kappanum í imbanum en hann heillaði mig alveg upp á nýtt,“ skrifar Eyrún. Og á eftir fylgdu tónleikar með Damien Rice á Vega, litlum tónleikastað í miðbæ borgarinnar. Nú taka hins vegar við búferlaflutningar til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands, frá skarkala höfuðborgarinnar þar sem akureyskir menntskælingar verða teknir í íslenskukennslu. Akureyri Rock Star Supernova Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
„Ég er að flytjast norður og taka við kennarastöðu hjá MA,“ segir Eyrún Huld Haraldsdóttir. Nafn Eyrúnar Huldar var á allra vörum þegar þjóðin horfði á sigurgöngu Magna Ásgeirssonar í Rock Star: Supernova í fyrrasumar. Síðan tóku við timburmenn frægðarinnar og uppúr slitnaði hjá parinu eins og alþjóð veit. Eyrún hefur hins vegar látið lítið fyrir sér fara og einbeitt sér að uppeldi sonarins, Marínós Bjarna, sem nú er að verða tveggja ára. Þau hafa búið á Bauganesi í Skerjarfirðinum þar sem Magni er reyndar enn skráður til húsa. „Við höfum ekki haft tíma til að breyta þessu,“ segir Eyrún en hún nýtur sumarsins á Héraði þar sem sólin skín í heiði eins og annars staðar á landinu. Fréttablaðið hafði haft af því spurnir að hún og Magni væru jafnvel að taka saman aftur en Eyrún vildi lítið tjá sig um það. „Við erum mjög góðir vinir enda ekki annað hægt. Við eigum barn saman,“ segir Eyrún. Eyrún hefur notið lífsins það sem af er sumri ef marka má bloggsíðu hennar. Fór meðal annars til Kaupmannahafnar og hlýddi þar á sjálft rokkgoðið Eddie Vedder sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Hef horft á ófáa tónleikana með kappanum í imbanum en hann heillaði mig alveg upp á nýtt,“ skrifar Eyrún. Og á eftir fylgdu tónleikar með Damien Rice á Vega, litlum tónleikastað í miðbæ borgarinnar. Nú taka hins vegar við búferlaflutningar til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands, frá skarkala höfuðborgarinnar þar sem akureyskir menntskælingar verða teknir í íslenskukennslu.
Akureyri Rock Star Supernova Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira