Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri 16. október 2007 16:25 Orkufélag í eigu bandarískra og íslenskra aðila stefir að því að hefja framleiðslu á metanóli úr útblæstri álvera á næsta ári. Markaðurinn/GVA Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki. Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið. Fyrirtækið mun boða til fréttamannafundar á miðvikudag í næstu viku en kynna sig frekar fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli. Á bak við Carbon Recycling International standa meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1994 og yfirmaður Mars-verkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) auk fyrrum forstjóra bandarísks orkufyrirtækis og fjögurra íslenskra prófessora í orku- og umhverfisfræðum. Þá er á bak við það íslenskt olíufélag, bankar og um þrjátíu einstakir fjárfestar sem eru flestir Íslendingar. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir forsvarsmenn félagsins hafa fundað með íslenskum ráðamönnum og hafi margir þeirra lýsti yfir velvilja og ánægju með tækni fyrirtækisins. Hann segir mikla grósku í orkugeiranum um þessar mundir þar sem heimsmarkaðsverð á eldsneyti sé í hæstu hæðum auk þess sem reiknað sé með að olíulindir heimsins muni einungis gefa af sér til næstu hundrað ára í viðbót. Mýmargir möguleikar séu því í skoðun víða um heim til að búa til orkugjafa fyrir bíla í stað olíu. Markaðir Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki. Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið. Fyrirtækið mun boða til fréttamannafundar á miðvikudag í næstu viku en kynna sig frekar fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli. Á bak við Carbon Recycling International standa meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1994 og yfirmaður Mars-verkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) auk fyrrum forstjóra bandarísks orkufyrirtækis og fjögurra íslenskra prófessora í orku- og umhverfisfræðum. Þá er á bak við það íslenskt olíufélag, bankar og um þrjátíu einstakir fjárfestar sem eru flestir Íslendingar. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir forsvarsmenn félagsins hafa fundað með íslenskum ráðamönnum og hafi margir þeirra lýsti yfir velvilja og ánægju með tækni fyrirtækisins. Hann segir mikla grósku í orkugeiranum um þessar mundir þar sem heimsmarkaðsverð á eldsneyti sé í hæstu hæðum auk þess sem reiknað sé með að olíulindir heimsins muni einungis gefa af sér til næstu hundrað ára í viðbót. Mýmargir möguleikar séu því í skoðun víða um heim til að búa til orkugjafa fyrir bíla í stað olíu.
Markaðir Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira