Upplýsingatæknifyrirtæki setja sig í stellingar 16. október 2007 16:26 Sjö mínútur liðu á milli tilkynninga um miklar breytingar hjá tveimur stærstu upplýsingatæknisamstæðum landsins síðasta fimmtudag. Sjö mínútur yfir níu að morgni kom tilkynning frá Nýherja um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni og tilboð annarra til hluthafa um kaup á því sem eftir stendur. Klukkan fjórtán mínútur gengin í tíu kom svo tilkynning Teymis um kaup á öllu hlutafé í Landsteinum Streng og Hugi Ax, um leið og félagið seldi ríflega 80 prósent af eignarhlut sínum í Hands Holding hf. Eftir stendur að Nýherji er í sókn og bætir við starfsemi sína um leið og Teymi skerpir áherslur í rekstri sínum með áherslu á innanlandsmarkað. Félögin tvö eru stærst á upplýsingatæknimarkaði hér. Í Hands Holding situr svo eftir rekstur utan landsteinanna Hands ASA í Noregi, Kerfi A/S í Danmörku, Kerfi AB í Svíþjóð, SCS inc. í Bandaríkjunum, og Aston Baltic í Lettlandi. Tilviljun réð því að viðskipti þessara félaga gengu í gegn á svo til sama tíma og vakti nokkra kátínu í geiranum. Í tímasetningunni endurspeglast hins vegar þær hræringar sem eiga sér stað á þessum markaði og ljóst að hér, líkt og gerst hefur á meginlandi Evrópu síðustu ár, á sér stað samþjöppun í upplýsingatæknigeiranum. Í hrókeringum Teymis fólst svo líka sala á starfsemi Opinna kerfa hér á landi út úr Opnum kerfum Group. Frosti Bergsson fjárfestir, sem áður stýrði Opnum kerfum og seldi tæplega fimmtungshlut hlut sinn í grúppunni árið 2004, festi kaup á Opnum kerfum ehf. fyrir 1,8 milljarða króna. Lokið var við áreiðanleikakönnun vegna kaupanna síðla dags á föstudag. Salan á TM Software kom ekki á óvart í upplýsingatæknigeiranum enda mat manna að fyrirtækið væri í nokkurri vörn í rekstri sínum. Í vor gekk í gegn sala á Maritech, dótturfyrirtæki TM Software, til AKVA Group í Noregi, en nokkrum mánuðum fyrr hafði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup AKVA á sjávarútvegshluta Maritech. Þá áttu sér stað rétt fyrir síðustu áramót breytingar í yfirstjórn TM Software og Friðrik Sigurðsson, forstjóri félagsins til tuttugu ára, lét af störfum. Töluverð samlegðaráhrif þykja hins vegar með Nýherja og TM Software en það síðarnefnda verður rekið sem dótturfélag Nýherja. TM Software er svo móðurfélag fimm félaga: Skyggnis, Origos, Vigors, eMR og IPT. Tvennt er hins vegar unnið með viðskiptum Hands Holding og Teymis. Hjá Teymi verður reksturinn gegnsærri og skugginn af ábyrgðum vegna Hands Holding minnkar og þar með verður félagið væntanlegra álitlegri fjárfestingarkostur á markaði. Þá verða áherslur Teymis líka skarpari í því að félagið einbeitir sér að heimamarkaði eftir að hafa keypt út úr Hands Holding allan íslenskan rekstur. Um leið eru Opin kerfi hér heima seld frá samstæðunni og losnar þar um núning milli Opinna kerfa og EJS innan samstæðunnar, en milli þessara tveggja fyrirtækja hefur ætíð verið mikil samkeppni. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða stefnu Hands Holding tekur með erlendar eignir sínar. Markaðir Tengdar fréttir Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. 17. október 2007 00:01 Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 17. október 2007 00:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sjö mínútur liðu á milli tilkynninga um miklar breytingar hjá tveimur stærstu upplýsingatæknisamstæðum landsins síðasta fimmtudag. Sjö mínútur yfir níu að morgni kom tilkynning frá Nýherja um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni og tilboð annarra til hluthafa um kaup á því sem eftir stendur. Klukkan fjórtán mínútur gengin í tíu kom svo tilkynning Teymis um kaup á öllu hlutafé í Landsteinum Streng og Hugi Ax, um leið og félagið seldi ríflega 80 prósent af eignarhlut sínum í Hands Holding hf. Eftir stendur að Nýherji er í sókn og bætir við starfsemi sína um leið og Teymi skerpir áherslur í rekstri sínum með áherslu á innanlandsmarkað. Félögin tvö eru stærst á upplýsingatæknimarkaði hér. Í Hands Holding situr svo eftir rekstur utan landsteinanna Hands ASA í Noregi, Kerfi A/S í Danmörku, Kerfi AB í Svíþjóð, SCS inc. í Bandaríkjunum, og Aston Baltic í Lettlandi. Tilviljun réð því að viðskipti þessara félaga gengu í gegn á svo til sama tíma og vakti nokkra kátínu í geiranum. Í tímasetningunni endurspeglast hins vegar þær hræringar sem eiga sér stað á þessum markaði og ljóst að hér, líkt og gerst hefur á meginlandi Evrópu síðustu ár, á sér stað samþjöppun í upplýsingatæknigeiranum. Í hrókeringum Teymis fólst svo líka sala á starfsemi Opinna kerfa hér á landi út úr Opnum kerfum Group. Frosti Bergsson fjárfestir, sem áður stýrði Opnum kerfum og seldi tæplega fimmtungshlut hlut sinn í grúppunni árið 2004, festi kaup á Opnum kerfum ehf. fyrir 1,8 milljarða króna. Lokið var við áreiðanleikakönnun vegna kaupanna síðla dags á föstudag. Salan á TM Software kom ekki á óvart í upplýsingatæknigeiranum enda mat manna að fyrirtækið væri í nokkurri vörn í rekstri sínum. Í vor gekk í gegn sala á Maritech, dótturfyrirtæki TM Software, til AKVA Group í Noregi, en nokkrum mánuðum fyrr hafði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup AKVA á sjávarútvegshluta Maritech. Þá áttu sér stað rétt fyrir síðustu áramót breytingar í yfirstjórn TM Software og Friðrik Sigurðsson, forstjóri félagsins til tuttugu ára, lét af störfum. Töluverð samlegðaráhrif þykja hins vegar með Nýherja og TM Software en það síðarnefnda verður rekið sem dótturfélag Nýherja. TM Software er svo móðurfélag fimm félaga: Skyggnis, Origos, Vigors, eMR og IPT. Tvennt er hins vegar unnið með viðskiptum Hands Holding og Teymis. Hjá Teymi verður reksturinn gegnsærri og skugginn af ábyrgðum vegna Hands Holding minnkar og þar með verður félagið væntanlegra álitlegri fjárfestingarkostur á markaði. Þá verða áherslur Teymis líka skarpari í því að félagið einbeitir sér að heimamarkaði eftir að hafa keypt út úr Hands Holding allan íslenskan rekstur. Um leið eru Opin kerfi hér heima seld frá samstæðunni og losnar þar um núning milli Opinna kerfa og EJS innan samstæðunnar, en milli þessara tveggja fyrirtækja hefur ætíð verið mikil samkeppni. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða stefnu Hands Holding tekur með erlendar eignir sínar.
Markaðir Tengdar fréttir Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. 17. október 2007 00:01 Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 17. október 2007 00:01 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. 17. október 2007 00:01
Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 17. október 2007 00:01