Virkjum íslenska þekkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun