Samantekt: Bekkur KR-inga sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2007 00:01 Benedikt Guðmundsson getur óhræddur kallað á menn af bekknum hjá KR-liðinu. Fréttablaðið/daníel Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Varamenn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. Íslandsmeistarar KR-inga hafa verið með hæsta framlagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desember þar sem KR var fimmtán stigum undir, 33-18, eftir fyrsta leikhluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91-90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudagskvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þristar frá varamanninum Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfirburðum 37-9. Það er margt sameiginlegt með þessum leikjum. Í þeim báðum kemur varamaður sjóðheitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leikhluta í Hveragerði og Darri skoraði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR-ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akureyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjunum. Lærisveinar Hrafns Kristjánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherjanna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildarleikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. ooj@frettabladid.is Mynd/Vilhelm Stig frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Fráköst frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 116 (8,9 í leik) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 Flestar mínútur frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. Keflavík 623 (47,9 í leik) 2. KR 620 (47,7) 3. Fjölnir 592 (45,5) 4. Njarðvík 566 (43,5) 5. Snæfell 556 (42,8) 6. Stjarnan 538 (41,4) 7. ÍR 534 (41,1) 8. Þór Ak. 530 (40,8) 9. Grindavík 527 (40,5) 10. Hamar 416 (32,0) 11. Skallagrímur 383 (29,5) 12. Tindastóll 343 (26,4) Varamannabekkir á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotnýting Njarðvík 39,7% Varamannabekkir á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar þriggja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýting Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotnýting Tindastóll, 15,6% Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Varamenn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. Íslandsmeistarar KR-inga hafa verið með hæsta framlagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desember þar sem KR var fimmtán stigum undir, 33-18, eftir fyrsta leikhluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91-90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudagskvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þristar frá varamanninum Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfirburðum 37-9. Það er margt sameiginlegt með þessum leikjum. Í þeim báðum kemur varamaður sjóðheitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leikhluta í Hveragerði og Darri skoraði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR-ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akureyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjunum. Lærisveinar Hrafns Kristjánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherjanna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildarleikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. ooj@frettabladid.is Mynd/Vilhelm Stig frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Fráköst frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 116 (8,9 í leik) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 Flestar mínútur frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. Keflavík 623 (47,9 í leik) 2. KR 620 (47,7) 3. Fjölnir 592 (45,5) 4. Njarðvík 566 (43,5) 5. Snæfell 556 (42,8) 6. Stjarnan 538 (41,4) 7. ÍR 534 (41,1) 8. Þór Ak. 530 (40,8) 9. Grindavík 527 (40,5) 10. Hamar 416 (32,0) 11. Skallagrímur 383 (29,5) 12. Tindastóll 343 (26,4) Varamannabekkir á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotnýting Njarðvík 39,7% Varamannabekkir á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar þriggja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýting Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotnýting Tindastóll, 15,6%
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira