Innlent

Spurt um fjárhagsleg samskipti borgar og Byrgisins

MYND/Pjetur

Samfylkingin óskaði eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti borgarinnar og Byrgisins á borgarráðsfundi í morgun, meðal annars hvernig einstaklingar sem þar hafa dvalið hafa verið studdir. Þá spurðu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar einnig hverjar skyldur borgarinnar væru til eftirlits með starfseminni og nýtingu fjármunanna og hvernig eftirlitinu hefði verið framfylgt.

Fram kom í fréttum á dögunum að félagsmálaráðuneytið hefði fryst greiðslur ríkisins til Byrgisins þar til úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir en hins vegar greiðir Reykjavíkurborg áfram dvalargjald fyrir vistmenn sem eru á framfæri borgarinnar, 58 þúsund krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×