Phoenix setti félagsmet 27. janúar 2007 12:15 Steve Nash og Raja Bell, tveir bestu leikmenn Phoenix í nótt, ræðast hér við. MYND/Getty Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - ÍA 89-83 | Sigur í endurkomu Justins James Leik lokið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Leik lokið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - ÍA 89-83 | Sigur í endurkomu Justins James Leik lokið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Leik lokið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira