Chicago með gott tak á Miami 28. janúar 2007 12:27 Kirk Hinrich lætur Dwayne Wade finna fyrir sér í leik Chicago og Miami í nótt. MYND/Getty Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. O´Neal hafði spilað síðustu tvo leiki Miami eftir að hafa misst af 35 leikjum þar á undan, en forráðamenn Miami vilja ekki taka áhættuna á að láta hann spila tvo daga í röð. Þess vegna var risinn ekki í leikmannahópnum. Ben Gordon skoraði 34 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Chicago en að öðrum ólöstuðum var Kirk Heinrich maðurinn á bakvið sigur Chicago þar sem hann hélt Dwayne Wade, stórstjörnu Miami, í eins miklum skefjum og hægt er auk þess sem hann skoraði sjálfur 26 stig. "Ég held að við séum það lið í deildinni sem ráðum hvað best við Dwayne. Kirk á hrós skilið, hann er einstaklega góður í að þvinga menn upp í erfið skot og gerir ávallt vel með Dwayne," sagði Ben Gordon eftir leikinn. Dwayne Wade skoraði 24 stig í leiknum en átti samt sem áður í erfiðleikum. Dallas vann sinn 13. heimasigur í röð þegar liðið lagði Sacramento naumlega af velli, 106-104. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas. Portland vann Memphis, 135-132, eftir tvíframlengdan leik. Zach Randolph náði sínu mesta stigaskori á ferlinum og setti niður 42 stig en hjá Memphis var Mike Miller stigahæstur með 32 stig. Denver hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið og í nótt tapaði liðið fyrir New Jersey, 112-102. NO/Oklahoma vann Utah, 94-83, og Indiana sigraði Toronto með sannfærandi hætti, 102-84. Þá vann Philadelphia góðan heimasigur á Atlanta, 104-89, Golden State burstaði Charlotte, 131-105, og Minnesota vann LA Clippers örugglega, 101-87. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. O´Neal hafði spilað síðustu tvo leiki Miami eftir að hafa misst af 35 leikjum þar á undan, en forráðamenn Miami vilja ekki taka áhættuna á að láta hann spila tvo daga í röð. Þess vegna var risinn ekki í leikmannahópnum. Ben Gordon skoraði 34 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Chicago en að öðrum ólöstuðum var Kirk Heinrich maðurinn á bakvið sigur Chicago þar sem hann hélt Dwayne Wade, stórstjörnu Miami, í eins miklum skefjum og hægt er auk þess sem hann skoraði sjálfur 26 stig. "Ég held að við séum það lið í deildinni sem ráðum hvað best við Dwayne. Kirk á hrós skilið, hann er einstaklega góður í að þvinga menn upp í erfið skot og gerir ávallt vel með Dwayne," sagði Ben Gordon eftir leikinn. Dwayne Wade skoraði 24 stig í leiknum en átti samt sem áður í erfiðleikum. Dallas vann sinn 13. heimasigur í röð þegar liðið lagði Sacramento naumlega af velli, 106-104. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas. Portland vann Memphis, 135-132, eftir tvíframlengdan leik. Zach Randolph náði sínu mesta stigaskori á ferlinum og setti niður 42 stig en hjá Memphis var Mike Miller stigahæstur með 32 stig. Denver hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið og í nótt tapaði liðið fyrir New Jersey, 112-102. NO/Oklahoma vann Utah, 94-83, og Indiana sigraði Toronto með sannfærandi hætti, 102-84. Þá vann Philadelphia góðan heimasigur á Atlanta, 104-89, Golden State burstaði Charlotte, 131-105, og Minnesota vann LA Clippers örugglega, 101-87.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira