Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin 2. febrúar 2007 18:45 Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira