Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð 6. febrúar 2007 18:45 Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"] Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"]
Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira