Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins 7. febrúar 2007 21:59 Frá fundinum í kvöld. MYND/Sigurður Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira