Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti

Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu.