Boston Celtics sett nýtt félagsmet 10. febrúar 2007 12:10 Paul Pierce lifði sig inn í leikinn í nótt, eins og sést á þessari mynd. MYND/Getty Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Pierce hefur misst af síðustu 24 leikjum Boston og eins og tölfræðin gefur til kynna hefur hans verið sárt saknað. Þetta var enn fremur 13. tap Boston í röð á heimavelli. Pierce var greinlega ryðgaður því hittni hans var ekki með besta móti og skoraði hann aðeins níu stig. Reyndar var skotnýting Boston-liðsins utan af velli arfaslök, eða 35%. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Marcus Williams 17. Toronto Raptors sigraði LA Lakers, 96-92, og vann sinn 27. sigur á tímabilinu. Það er jafnmikið og liðið vann á öllu síðasta tímabili. Toronto hefur nú unnið fimm leiki í röð. Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst. Dwight Howard skoraði sigurkörfu Orlando gegn San Antonio í nótt þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir. Howard tróð þá boltanum í körfu San Antonio en lokatölur urðu 106-104. Denver lagði Indiana af velli, 102-95. Carmelo Anthony skoraði 34 stig fyrir Denver. Meistarar Miami áttu aldrei möguleika gegn LeBron James og félögum í Cleveland í nótt og steinláu, 103-79. James skoraði 29 stig í leiknum. Þá tapaði Phoenix nokkuð óvænt fyrir Atlanta í nótt, 120-111. Miklu munaði um að Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix, gat ekki leikið með vegna meiðsla og nýttu leikmenn Atlanta það sér til hins ýtrasta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. Pierce hefur misst af síðustu 24 leikjum Boston og eins og tölfræðin gefur til kynna hefur hans verið sárt saknað. Þetta var enn fremur 13. tap Boston í röð á heimavelli. Pierce var greinlega ryðgaður því hittni hans var ekki með besta móti og skoraði hann aðeins níu stig. Reyndar var skotnýting Boston-liðsins utan af velli arfaslök, eða 35%. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Marcus Williams 17. Toronto Raptors sigraði LA Lakers, 96-92, og vann sinn 27. sigur á tímabilinu. Það er jafnmikið og liðið vann á öllu síðasta tímabili. Toronto hefur nú unnið fimm leiki í röð. Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst. Dwight Howard skoraði sigurkörfu Orlando gegn San Antonio í nótt þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir. Howard tróð þá boltanum í körfu San Antonio en lokatölur urðu 106-104. Denver lagði Indiana af velli, 102-95. Carmelo Anthony skoraði 34 stig fyrir Denver. Meistarar Miami áttu aldrei möguleika gegn LeBron James og félögum í Cleveland í nótt og steinláu, 103-79. James skoraði 29 stig í leiknum. Þá tapaði Phoenix nokkuð óvænt fyrir Atlanta í nótt, 120-111. Miklu munaði um að Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix, gat ekki leikið með vegna meiðsla og nýttu leikmenn Atlanta það sér til hins ýtrasta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira