ÍR tekur á móti Keflavík í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en þar tekur ÍR á móti Keflavík í Seljaskóla. Keflvíkingar hafa verið í vandræðum í vetur og hafa enn ekki fundið taktinn, en ÍR-ingar hafa náð að hrista af sér dapra byrjun og eru nú í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Leikurinn hefst klukkan 19:15.