Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld.
Að sögn lögreglunnar telst málið upplýst. Fórnarlambið fór á slysadeild en áverkarnir reyndust ekki eins slæmir og upphaflega var talið.