Hardaway úti í kuldanum 16. febrúar 2007 16:30 Tim Hardaway hefur unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina á síðustu árum. Hann verður það væntanlega ekki mikið lengur. MYND/Getty Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. "Allt sem hann sagði er litað hatri. Ummæli hans virðast hafa kveikt þráðinn hjá mörgum öðrum sem eru á hans skoðun og ég hef fengið fjölda tölvupósta sem halda ljót skilaboð í sama dúr. Ég vissi ekki að ástandið væri svona slæmt," sagði Amaechi í gær en bætti þó við að hann finni miklu frekar fyrir stuðning. "En þeir leynast inn á milli, einstaklingar sem vilja skapa svona hörmulegt andrúmsloft. Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem gerir líf samkynheigðra skólabarna hörmulegt. Það eru greinilegir fordómar til staðar og við sjáum einstaklingum sífellt refsað fyrir það eitt að vera hommi eða lesbía," segir Amaechi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segir ummæli Hardaway afar óheppilegt og hefur hann ákveðið að útiloka Hardaway frá allri þáttöku í dagskránni í kringum stjörnuleik NBA, sem fram fer á sunnudagskvöldið. "Það var óviðeigandi af honum að tjá sig um þetta mál, þar sem skoðanir hans eru algjörlega á öndverðum meiði við þær sem NBA-deildin hefur," sagði Stern. Hardaway hefur einnig unnið að margskonar góðgerðarstarfsemi í tengslum við NBA-deildina á síðustu árum, sem og unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina. Hann má búast við því að verða rekinn úr þeim störfum á næstu dögum. Hardaway, sem lék fimm stjörnuleiki á ferli sínum í NBA-deildinni á sínum tíma, sagðist hata homma í útvarpsviðtali í gær og að hann vildi helst að þeim yrði útrýmt á alheimsvísu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. "Allt sem hann sagði er litað hatri. Ummæli hans virðast hafa kveikt þráðinn hjá mörgum öðrum sem eru á hans skoðun og ég hef fengið fjölda tölvupósta sem halda ljót skilaboð í sama dúr. Ég vissi ekki að ástandið væri svona slæmt," sagði Amaechi í gær en bætti þó við að hann finni miklu frekar fyrir stuðning. "En þeir leynast inn á milli, einstaklingar sem vilja skapa svona hörmulegt andrúmsloft. Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem gerir líf samkynheigðra skólabarna hörmulegt. Það eru greinilegir fordómar til staðar og við sjáum einstaklingum sífellt refsað fyrir það eitt að vera hommi eða lesbía," segir Amaechi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segir ummæli Hardaway afar óheppilegt og hefur hann ákveðið að útiloka Hardaway frá allri þáttöku í dagskránni í kringum stjörnuleik NBA, sem fram fer á sunnudagskvöldið. "Það var óviðeigandi af honum að tjá sig um þetta mál, þar sem skoðanir hans eru algjörlega á öndverðum meiði við þær sem NBA-deildin hefur," sagði Stern. Hardaway hefur einnig unnið að margskonar góðgerðarstarfsemi í tengslum við NBA-deildina á síðustu árum, sem og unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina. Hann má búast við því að verða rekinn úr þeim störfum á næstu dögum. Hardaway, sem lék fimm stjörnuleiki á ferli sínum í NBA-deildinni á sínum tíma, sagðist hata homma í útvarpsviðtali í gær og að hann vildi helst að þeim yrði útrýmt á alheimsvísu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira