Fótbolti

AC Milan stefnir á úrslit Meistaradeildarinnar

Leikmenn AC Milan ætla að bæta upp fyrir slakt gengi í deildarkeppninni með því að ná langt í Meistaradeild Evrópu.
Leikmenn AC Milan ætla að bæta upp fyrir slakt gengi í deildarkeppninni með því að ná langt í Meistaradeild Evrópu. MYND/Getty

Georgíski varnarmaðurinn Kakha Kaladze hjá AC Milan telur að ítalska liðið hafi alla möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í maí. AC Milan hefur ekki vegnað sem skyldi í deildarkeppninni á Ítalíu og segir Kaladze að fyrir vikið sé allt kapp sé lagt á að ná árangri í Meistaradeildinni.

"Markmið okkar í deildinni er skýrt, að ná þriðja sæti og tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni að ári. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að við stefnum að komast til Aþenu," segir Kaladze, en þar fer úrslitaleikurinn fram í ár.

"Fólk hefur sagt að önnur lið séu sterkari en við, en því er ég ekki sammála. Við komumst auðveldlega í gegnum riðlakeppnina og þess vegna tel ég að við höfum nægilega gott lið til að komast til Aþenu," bætti hinn 28 ára gamli varnarmaður við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×