Fjölmennt á tónleikunum Lifi Álafoss
Færri komust að en vildu á tónleikana Lifi Álafoss, sem haldnir voru til styrktar Varmársamtökunum í Héðinshúsinu í Reykjavík í gærkvöldi. Margir listamenn komu þar fram sem allir eiga það sameiginlegt að hafa tekið upp tónlist í hljóðveri Sigurrósar í Álafosskvosinni. Nær öll tónlistin var ó-rafmögnuð, sem gaf tónleikunum óvenjulegan blæ.