Sport

Federer jafnaði 30 ára gamalt met

Roger Federer er einn sigursælasti og besti íþróttamaður samtímans
Roger Federer er einn sigursælasti og besti íþróttamaður samtímans AFP

Svissneski tenniskappinn Roger Federer er enn á ný kominn í sögubækurnar en í dag jafnaði hann 30 ára gamalt met Bandaríkjamannsins Jimmy Connors með því að vera í efsta sæti heimslistans 160. vikuna í röð.

Fátt getur komið í veg fyrr að Federer geri metið alfarið að sínu í næstu viku en hann hefur verið á toppnum síðan 2. febrúar árið 2004. Connors var í efsta sæti heimslistans á árunum 1974-1977.

Federer mun líklega halda toppsætinu áfram þó hann hafi ekki keppt síðan hann vann opna ástralska meistaramótið í síðasta mánuði, þar sem hann varð fyrsti maðurinn í 27 ár til að vinna stórmót án þess að tapa einu einasta setti. Hann hefur nú unnið 10 stórmót á aðeins þremur og hálfu ári og eru flestir á því að hinn 25 ára gamli Federer geti brátt talist besti tennisleikari allra tíma. Federer tekur næst þátt í tennismóti í Dubai í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×