Skógræktarfélag Reykjavíkur samþykkir drög að kæru

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi, drög að kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningar fyrir jarðrask og spjöll í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu. Að teknu tilliti til ábendinga á fundinum í gærkvöldi verður gengið frá kærunni í dag og hún send lögreglu til meðferðar.