John Arne Riise segir að örlögin hafi gripið í taumana á Nou Camp í kvöld þegar hann og liðsfélagi hans Craig Bellamy skoruðu mörk Liverpool gegn Barcelona. Riise og Bellamy komust í heimsfréttirnar fyrir slagsmál í æfingabúðum liðsins fyrir nokkrum dögum, en eru nú hetjur enska liðsins. Bellamy tileinkaði syni sínum sigurinn á 10 ára afmælisdegi hans.
"Þetta voru örlög okkar beggja í kvöld. Við Bellamy höfum báðir átt erfitt að stríða síðustu daga en við höfum báðir gleymt þessu atviki og liðið stóð sig allt frábærlega í dag. Rafa er heimsins besti refur við að finna réttu leikaðferðina fyrir okkur og þó við vitum að Barcelona geti skorað á útivöllum, erum við í ágætri stöðu," sagði Riise.
Bellamy tileinkaði sigurinn syni sínum sem átti 10 ára afmæli í dag. "Þó þetta hafi verið frábær úrslit, er enn mjög langt í land með að fara áfram í þessari keppni. Ég er enn í hálfgerðu sjokki að koma hingað á Nou Camp og spila svona frábæran leik á afmælisdegi sonar míns.
Það er ekkert vandamál í herbúðum Liverpool og allir eru búinir að gleyma því sem gerðist um daginn. Stjórinn hefur góð tök á öllu hérna og hann er það strangur að ég held að allir viti að ég væri ekki hérna í dag ef ég vandamálið væri það stórt," sagði Bellamy.