Eldur í potti
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Barónstíg um klukkan tvö í nótt, þar sem reyk lagði frá húsinu. Hann reyndist koma úr íbúð, þar sem húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél án þess að slökkva á henni. Hann sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu innanstokks af völdum reyks og sóts.