Vaxtaokur bankanna skelfilegt 27. febrúar 2007 18:30 Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari." Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari."
Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira