Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að leggja Fjölnismenn í Grafarvogi 89-75. Snæfell lagði Grindavík 83-74, Skallagrímur vann Þór 103-93 og þá vann Keflavík sigur á Tindastól á heimavelli 107-98.
Njarðvík hefur 36 stig á toppi deildarinnar, Skallagrímur 32, og KR hefur 30 stig líkt og Snæfell, en KR-liðið á leik til góða á heimavelli gegn Hamri annað kvöld.