Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur.
Áreksturinn bar að með þeim hætti að bílarnir tveir voru að koma úr gagnstæðri átt á Njarðargötu. Annar þeirra beygði síðan inn á Hringbrautina í veg fyrir hinn. Þriðji bíllinn kom svo að og rakst utan í fyrri tvo bílana.
Að öðru leyti hefur kvöldið verið rólegt. Lögreglan býst þó við að mikið af fólki verði í bænum í kvöld þar sem um mánaðarmót er að ræða.