Fótbolti
Terry verður ekki með gegn Porto
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti í gær að fyrirliðinn John Terry verði ekki í leikmannahópi liðsins í síðari viðureigninni gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. "Ekki fræðilegur möguleiki," sagði Mourinho þegar hann var spurður en sagðist frekar búast við honum fyrir leikinn gegn Tottenham í bikarnum um næstu helgi.