Spenna í Meistaradeildinni í kvöld 6. mars 2007 08:46 Leikmenn Barcelona æfa á Anfield í gærkvöldi AP Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira