Wayne Rooney er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut á laugardag í leik Manchester United og Liverpool. Rooney haltraði af velli í seinni hálfleik eftir samstuð við Jamie Carragher varnarmann Liverpool. Knattspyrnustjóri Manchesterliðsins, Sir Alex Ferguson segir Rooney tilbúinn í slaginn annað kvöld en þá keppir United við franska liðið Lille. Wayne Rooney hefur ekki verið á skotskónum í meistaradeildinni frá því hann þreytti frumraun sína í keppninni. Hann skoraði þrennu í leik gegn Fenerbache í september 2004.
Fótbolti