
Innlent
Umferðarslys á Reykjanesbraut

Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast.
Fleiri fréttir

Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“
×