Thierry Henry verður á varamannabekk Arsenal þegar liðið tekur á móti PSV í Meistaradeildinni í kvöld. Þá verður Ryan Giggs á bekknum hjá Manchester United sem tekur á móti Lille. Bæði lið verða í eldlínunni í beinum útsendingum sjónvarpsstöðva Sýnar.
Julio Baptista er í liði Arsenal í stað Henry og þá er Mikael Silvestre í stöðu vinstri bakvarðar hjá Manchester United í stað Gabriel Heinze í fjarveru Patrice Evra.