Liverpool mætir hollenska liðinu PSV og Manchester United leikur við Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í þau í Aþenu í morgun. Þá mætir Chelsea spænska liðinu Valencia en auk þess eigast stórliðin AC Milan og Bayern München við í átta liða úrslitum. Liverpool og PSV léku saman í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir áramót
Þá var einnig dregið í undanúrslit en þar mætir sigurvegarinn úr viðureign Liverpool og PSV siguvegaranum úr rimmu Chelsea og Valencia. Auk þess mætir sigurvegarinn úr viðureign Manchester United og Roma því liði sem hefur betur í viðureign AC Milan og Bayern München.