"Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.
Mjög djúp og kröpp lægð, 949 mbör, nálgast suðvestanvert landið og henni
fylgir töluverð úrkoma. "Það verður sennilega orðið mjög hvasst í
höfuðborginni um kvöldmatarleytið, nálægt 16-18 m/s en á hinn bóginn er
hitinn að hækka og því verður úrkoman mestmegnis í formi rigningar þar"
segir Sigurður. Hann segir að hiti verði hins vegar um eða undir
frostmarki víðast hvar á heiðum norðan til og á Vestfjörðum og því muni
snjóa þar með tilheyrandi skafrenningi og horfur séu á snörpum hviðum við
fjöll seint í kvöld og nótt. "Á morgun verður að líkindum viðast hvar
nokkuð hvasst en með áægtum hita á láglendi" segir Sigurður að lokum.

