Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna 11. mars 2007 18:45 Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. Samkeppniseftirlitið varar einnig við þeim. Nái þær fram að ganga, þarf að sanna stórfellt gáleysi eða skýran ásetning til að hægt sé að sakfella einstaklinga í samráðsmálum. Óbreytt hefur frumvarpið ekki áhrif í máli olíuforstjórana, þar sem einungis má taka tillit til nýrra laga sem sett eru eftir að verknaður er framinn, ef þau eru sakborningum til hagsbóta. Saksóknari telur að sönnunarbyrðin yrði almennt erfiðari í slíkum málum verði frumvarpinu breytt. Ástæðan sem hann tilgreinir er að eftir núgildandi lögum er einfalt gáleysi nægjanlegt til að menn sæti refsiábyrgð, en ef breytingar sem gera ráð fyrir stórfelldu gáleysi verða að lögum gildir það um meðferð olíumálsins einnig. Undir þetta tekur Lúvðik Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og segir breytingarnar meðal annars geta valdið því að ákæruvaldið þurfi að endurskoða grundvöll ákæru í máli forstjóra olíufélaganna. Hann segist spyrja sig afhverju sjálfstæðismenn gangi svona hart fram í málinu vitandi hvaða afleiðingar það geti haft. Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. Samkeppniseftirlitið varar einnig við þeim. Nái þær fram að ganga, þarf að sanna stórfellt gáleysi eða skýran ásetning til að hægt sé að sakfella einstaklinga í samráðsmálum. Óbreytt hefur frumvarpið ekki áhrif í máli olíuforstjórana, þar sem einungis má taka tillit til nýrra laga sem sett eru eftir að verknaður er framinn, ef þau eru sakborningum til hagsbóta. Saksóknari telur að sönnunarbyrðin yrði almennt erfiðari í slíkum málum verði frumvarpinu breytt. Ástæðan sem hann tilgreinir er að eftir núgildandi lögum er einfalt gáleysi nægjanlegt til að menn sæti refsiábyrgð, en ef breytingar sem gera ráð fyrir stórfelldu gáleysi verða að lögum gildir það um meðferð olíumálsins einnig. Undir þetta tekur Lúvðik Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og segir breytingarnar meðal annars geta valdið því að ákæruvaldið þurfi að endurskoða grundvöll ákæru í máli forstjóra olíufélaganna. Hann segist spyrja sig afhverju sjálfstæðismenn gangi svona hart fram í málinu vitandi hvaða afleiðingar það geti haft.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira