45 ára ferli að ljúka 12. mars 2007 18:45 Jacques Chirac, Frakklandsforseti, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. MYND/AP Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði. Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði.
Erlent Fréttir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira