Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn 14. mars 2007 12:30 Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira