Platini leggur fram umdeildar tillögur 14. mars 2007 18:54 Michel Platini AP Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu. Platini vill breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni á þann hátt að hann vill fækka liðum úr stærstu deildum Evrópu úr fjórum í þrjú. Þessar tillögur mættu harðri gagnrýni frá Englendingum, Spánverjum og Ítölum svo einhverjir séu nefndir, en þessar þjóðir eiga skiljanlega mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Platini hefur lagt til að liðin sem hafna í fjórða sæti í stóru deildunum fari í sérstaka úrslitakeppni á vorin þar sem þau myndu reyna fyrir sér innbyrðis um laust sæti í meistaradeildinni - eða spila við eitthvað af toppliðunum frá "minni" þjóðum. "Þetta er spurning um jafnvægi. Meistaradeildin á ekki að vera bara spurning um sjónvarpstekjur og peninga. Ég sé þetta sem tækifæri til að jafna bilið milli stórliða Evrópu og liða frá löndum eins og t.d. Damörku og Tékklandi," sagði Platini. Platini tilkynnti þessar tillögur á sérstökum fundi í London í dag, en þær verða svo settar formlega fyrir skipulagsnefnd í maí. Nái þær í gegn um skipulagsnefndina verða þær teknar fyrir á þingi knattspyrnusambandsins næsta september. Verði þær samþykktar þar, myndu þær taka endanlega gildi tímabilið 2009-2010. Víst þykir að þessar tillögur muni mæta mjög harðri andstöðu frá stóru knattspyrnufélögunum, sem og frá forráðamönnum félaga á Englandi, Ítalíu og Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu. Platini vill breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni á þann hátt að hann vill fækka liðum úr stærstu deildum Evrópu úr fjórum í þrjú. Þessar tillögur mættu harðri gagnrýni frá Englendingum, Spánverjum og Ítölum svo einhverjir séu nefndir, en þessar þjóðir eiga skiljanlega mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Platini hefur lagt til að liðin sem hafna í fjórða sæti í stóru deildunum fari í sérstaka úrslitakeppni á vorin þar sem þau myndu reyna fyrir sér innbyrðis um laust sæti í meistaradeildinni - eða spila við eitthvað af toppliðunum frá "minni" þjóðum. "Þetta er spurning um jafnvægi. Meistaradeildin á ekki að vera bara spurning um sjónvarpstekjur og peninga. Ég sé þetta sem tækifæri til að jafna bilið milli stórliða Evrópu og liða frá löndum eins og t.d. Damörku og Tékklandi," sagði Platini. Platini tilkynnti þessar tillögur á sérstökum fundi í London í dag, en þær verða svo settar formlega fyrir skipulagsnefnd í maí. Nái þær í gegn um skipulagsnefndina verða þær teknar fyrir á þingi knattspyrnusambandsins næsta september. Verði þær samþykktar þar, myndu þær taka endanlega gildi tímabilið 2009-2010. Víst þykir að þessar tillögur muni mæta mjög harðri andstöðu frá stóru knattspyrnufélögunum, sem og frá forráðamönnum félaga á Englandi, Ítalíu og Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira