Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu 17. mars 2007 18:55 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll. Fréttir Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira