Heilsan á að njóta vafans 20. mars 2007 18:59 Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki." Fréttir Innlent Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira